Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði

Forstjórar LSH.
Forstjórar LSH. mbl.is/Brynjar Gauti

„Skilj­an­lega eru þetta mik­il von­brigði. Við rétt­um fram sátta­hönd í gær en það var slegið á hana," sagði Anna Stef­áns­dótt­ir í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins hún sagði að stjórn LSH hefði gjarn­an viljað verða við áskor­un­um og sjón­ar­miðum hjúkr­un­ar­fræðinga um meira sam­ráð.

Anna sem er sett­ur for­stjóri LSH sagði að sjúkra­húsið hefði ekki annarra kosta völ en að breyta vinnu­tíma vegna vinnu­tíma­til­skip­un­ar ESB og breyt­ingu á lög­um um aðbúnað og holl­ustu­hætti á vinnu­stöðum.

 Ní­tíu og sex skurð- og svæf­inga­hjúkr­un­ar­fræðing­ar hafa sagt upp störf­um en alls starfa um 120 til 130 slík­ir við LSH. Anna sagði að verið væri að vinna að neyðaráætl­un í ljósi yf­ir­lýs­ing­ar um að upp­sagn­irn­ar skuli standa og verði hún kynnt á morg­un.

Vildu velta upp fleiri hug­mynd­um 

„Við vild­um velta upp fleiri hug­mynd­um  en þeim sem liggja fyr­ir núna og eft­ir að þessi ákvörðun var tek­in í gær að fresta að þá hafa kviknað hug­mynd­ir til lausn­ar sem að við hefðum gjarn­an vilja ræða við full­trúa hjúkr­un­ar­fræðinga á skurð- og svæf­inga­deild," sagði Anna.

Unnið að neyðaráætl­un 

Anna sagði að neyðaráætl­un fæli í sér for­gangs­röðun aðgerða og lagði ríka áherslu á að eng­in líf vær í hættu og að all­ar neyðarsk­urðaðgerðir væru fram­kvæmd­ar. Aðspurð sagði hún að ekki stæði til að flytja inn starfs­fólk er­lend­is frá til að bregðast við þess­um bráðavanda sem nú er kom­inn upp. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert