Hjólhýsi splundraðist á ferð

Hjólhýsið splundraðist í mikilli vindhviðu.
Hjólhýsið splundraðist í mikilli vindhviðu. mbl.is/thb

Hjólhýsi fauk út af veginum við Grundarhverfi á Kjalarnesi um kl. 12:30 í dag. Að sögn lögreglu var hjólhýsið á ferð þegar yfirbygging þess splundraðist er snörp vindhviða skall á það. Vindurinn hefur farið í 40 metra á sekúndu í öflugustu hviðunum.

Auk þess bárust tilkynningar fyrr í dag um sandrok við þjóðveginn skammt frá Esjunni. Jarðvegurinn var bleyttur í framhaldinu til að draga úr jarðvegsfokinu.

„Svo virðist sem yfirbyggingin á hjólhýsinu hafi lyfst af og fokið yfir veginn og splundrast úti í móa," sagði varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um atvik sem varð skömmu eftir hádegi norðan við Grundahverfið á Kjalarnesi þar sem mikið hvassviðri var.

Engan sakaði en hjólhýsið er eins og gefur að skilja gjörónýtt.

Í hvassviðrinu óttuðust menn að sandfok af Esjumelum gæti valdið slysum og eða tjóni og því var fyrirtæki fengið til að bleyta og rykbinda á því svæði.

Að sögn lögreglunnar er aftur að hvessa upp á Kjalarnesi og eru vegfarendur á farartækjum sem taka mikinn vind varaði við því. 

Talsvert moldrok var á Kjalarnesi í dag.
Talsvert moldrok var á Kjalarnesi í dag. mynd/Unnur Jónsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka