Hringrásarhaugur hættulega hár

Umfang haugsins á svæði Hringrásar er gríðarlegt.
Umfang haugsins á svæði Hringrásar er gríðarlegt.

Gríðarlegt magn gúmmís hef­ur safn­ast upp á at­hafna­svæði end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Hringrás­ar í Sunda­höfn. Starfs­leyf­is­skil­yrði Hringrás­ar voru þrengd veru­lega eft­ir stór­bruna á at­hafna­svæði fyr­ir­tæk­is­ins í nóv­em­ber 2004.

Hringrás var sent bréf 23. apríl þar sem farið var fram á að birgðir af gúmmíi á svæðinu yrðu taf­ar­laust minnkaðar. Þegar heil­brigðis­full­trúi fór á vett­vang í gær mat hann það hins veg­ar svo að magnið hefði síst minnkað.

 Árný Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits og vökt­un­ar hjá Reykja­vík­ur­borg, seg­ir því ljóst að fyr­ir­tækið hafi ekki brugðist við til­mæl­um eft­ir­lits­ins.

„Við lít­um þetta mjög al­var­leg­um aug­um. Næsta skref er bara að gera fyr­ir­tæk­inu að stöðva alla mót­töku á þess­um úr gangi og fara strax í aðgerðir til að minnka magnið niður fyr­ir þau mörk sem leyfð eru. Það verður gert strax og von­andi dug­ar það til.“ 

Ein­ar Ásgeirs­son, fram­kvæmda­stjóri Hringrás­ar, seg­ir að verið sé að flytja gúmmí af svæðinu í hverri viku.

„Ég held að stærð haugs­ins sé nú þegar orðin und­ir þúsund rúm­metr­um, ef hún var þá ein­hvern tím­ann 1.200 rúm­metr­ar eins og sagt var. Þetta er stöðug vinnsla og ég tel að það sé ekki rétt mat hjá heil­brigðis­full­trúa að ekki hafi gengið á rúm­tak gúmmí­haugs­ins á svæðinu hjá okk­ur. Senni­lega er bara um mis­skiln­ing að ræða. Við flytj­um um­tals­vert meira út en við tök­um inn til okk­ar þannig að töl­urn­ar tala sínu máli.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert