Læknar starfa áfram á Blönduósi

Blönduós.
Blönduós. mbl.is/Jón Sig.

Lausn hefur náðst í deilu heilbrigðisstofunarinnar á Blönduósi og lækna sem þar starfa. Læknarnir höfðu sagt upp störfum  frá 1. apríl sl. vegna óánægju með breytt vinnufyrirkomulag en féllust á að fresta uppsögn sinni til 1. maí. Þeir hafa nú verið  endurráðnir.

Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu tóku heilbrigðisráðherra og ráðuneytið að sér að freista þess að miðla málum í deilunni og hafa verið í sambandi við deiluaðila og embættismenn hafa unnið að lausn deilunnar undanfarnar vikur.

Um helgina tókst svo sátt í málinu og segir ráðuneytið það þýða, að ekki verði breytingar á læknisþjónustunni, sem Húnvetningum hafi staðið til boða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert