Talið er að fjárhagslegt tjón af völdum sinubrunans við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði í nótt nemi milljónum króna, en erfitt er þó að meta það nákvæmlega. Tilkynnt var um eldinn um tvöleytið í nótt. Þrír karlmenn á aldrinum 18-19 ára voru handteknir um klukkutíma síðar, grunaðir um að hafa kveikt í. Verða þeir yfirheyrðir eftir hádegið.
Í sjónvarpsfréttum mbl eru sýndar myndir af svæðinu þar sem eldurinn logaði og rætt við starfsmann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
Aðrar helstu sjónvarpsfréttir mbl:
Allir hækka bensínið
Samræmdu prófin hafin
Hjúkrunarfræðingar funda um uppsagnir
Röktu slóð veggjakrotara
Forsætisráðherra Finnlands heimsótti Svartsengi
Biðst afsökunar á myndum