Nýr samningur við kennara dýr

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttum Útvarpsins, að nýr kjarasamningur Félags grunnskólakennara við Launanefnd sveitarfélaganna eigi eftir að reynast sveitarfélögunum dýr.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði að það gæti reynst nokkrum sveitarfélögum erfitt að greiða kennurum laun en samningurinn hafi þó verið nauðsynlegur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert