Lögreglan hafði hendur í hári tveggja veggjakrotara aðfaranótt mánudags en rekja mátti slóð þeirra frá miðborg Reykjavíkur upp í Hlíðar þar sem þeir voru handteknir.
Benedikt Lund hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir „krotara“ plágu og telur að ekkert muni breytast fyrr en almenningur rís upp á móti og menn fara að skilja að um er að ræða eignaspjöll en ekki list.