Samræmdu prófin hafin

Samræmd próf í 10. bekk grunnskóla landsins hófust í morgun og var fyrsta prófið í íslensku. Alls eru prófin sex talsins, en auk íslensku er prófað í ensku, náttúrufræði, samfélagsfræði, dönsku og stærðfræði. Síðasta prófið fer fram 8. maí nk.

Á landsvísu taka nú um 4000 tíundu bekkingar prófið. Skólastjórendur benda á að samræmdu prófin geta verið töluvert álag fyrir nemendur. Því sé nauðsynlegt að nemendur borði hollan morgunverð og fái næga hvíld.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka