Sinueldur við slökkvistöð

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í eitt útkall vegna sinubruna í kvöld. það var ekki um langan veg að fara því eldur logaði í sinu við Bústaðaveginn skammt frá bensínafgreiðslustöð við Öskjuhlíð einungis steinsnar frá slökkvistöð slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í Skógarhlíð.

„Við sem vorum að mæta á vaktina sáum þetta bara þegar við ókum hjá," sagði varðstjóri í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Útkallið kom klukkan 19:20 og greiðlega gekk að slökkva eldinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert