Þrír handteknir vegna sinubrunans

Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í nótt.
Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í nótt. mbl.is/Júlíus

Þrír aðilar hafa verið handteknir grunaðar um aðild að sinubrunanum við Hvaleyrarvatn í nótt. Það var um klukkan þrjú í nótt sem þeir voru handteknir. Þeir sitja nú í fangageymslum og verða brátt yfirheyrðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Mikill eldur logaði í sinu austan við Hvaleyrarvatn í nótt. Tilkynnt var um eldinn klukkan rétt rúmlega tvö í nótt og tók tæplega fjóra klukkutíma að ráða niðurlögum hans, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Bruninn var umfangsmikill og þakti mikið svæði.  Aðstæður til slökkvistarfs voru erfiðar, töluverður vindur og sökum þess gekk erfiðlega að slökkva eldinn. Eldurinn olli talsverðu tjóni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert