Tjón upp á 10 milljónir

Slökkviliðsmenn fást við gróðureldana við Hvaleyrarvatn í nótt.
Slökkviliðsmenn fást við gróðureldana við Hvaleyrarvatn í nótt. mbl.is/Júlíus

Um 4-5 hektarar af landsvæði skemmdust í sinubrunanum austan við Hvaleyrarvatn í nótt. Ekki verður unnt að meta allar skemmdir að fullu fyrr en á næsta ári en Árni Þórólfsson, starfsmaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, telur að tjónið geti numið allt að 10 milljónum króna.

„Þarna er búið að vera að leggja gríðarlega vinnu í fjölda ára við að græða upp landið og nú er allt ónýtt,” sagði hann í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Mögulega tórir eitthvað í sumar en lifir ekki af veturinn.  

Samkvæmt upplýsingum frá Birgi Finnssyni, sviðsstjóra útkallssviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hefur verið haft samband við starfsfólk skógræktarfélagsins og ákveðið að betur verður fylgst með þessum svæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert