Uppsagnirnar standa

Hjúkrunarfræðingarnir sem höfðu sagt upp frá og með 1. maí …
Hjúkrunarfræðingarnir sem höfðu sagt upp frá og með 1. maí segjast ætla að standa við þær. mbl.is/Ómar

Skurð- og svæf­inga­hjúkr­un­ar­fræðing­um á Lands­spít­ala segj­ast ekki sjá sér ekki fært að verða við til­mæl­um stjórn­enda spít­al­ans um að fresta upp­sögn­um, sem taka eiga gildi 1. maí. Þetta var ákveðið á fundi hjúkr­un­ar­fræðinga nú síðdeg­is. Ekki hafa feng­ist viðbrögð frá stjórn­end­um sjúkra­húss­ins enn.

„Ekk­ert hef­ur komið fram sem bend­ir til samn­ings­vilja yf­ir­manna um að hvikað verði frá fyr­ir­huguðum breyt­ing­um á vakta­fyr­ir­komu­lagi. Við vís­um ábyrgð á því ástandi sem kann að skap­ast á hend­ur yf­ir­manna og heil­brigðisráðherra um leið lýs­um við van­trausti á yf­ir­stjórn LSH.

Skurð- og svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræðing­ar sjá sér ekki fært að halda áfram störf­um und­ir þess­um kring­um­stæðum þar sem við telj­um að ein­göngu sé verið að fresta vanda­mál­inu til 1. októ­ber," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, sem var les­in upp á blaðamanna­fundi í höfuðstöðvum Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga í Reykja­vík nú síðdeg­is.

Stjórn­end­ur Land­spít­ala ákváðu í gær, að fresta til 1. októ­ber breyt­ing­um á vakta­kerfi, sem áttu að taka gildi 1. maí.  Anna Stef­áns­dótt­ur og Björn Zoëga, sem hafa verið sett til að gegna starfi for­stjóra til hausts, sögðu á blaðamanna­fundi í gær, að mik­il­vægt væri að tryggja ör­yggi sjúk­linga og hags­muni starfs­manna og sam­fara því skipti miklu máli að nýja vakta­fyr­ir­komu­lagið sam­rýmd­ist þeim kröf­um sem þyrfti að upp­fylla í tengsl­um við vinnu­tíma­til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins, sem hefði verið inn­leidd með breyt­ing­um á lög­um um aðbúnað, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöðum.

Björn sagði að óhjá­kvæmi­legt hafi verið að grípa í taum­ana með fyrr­greind­um hætti. Óform­leg­ar viðræður frá 2004 hafi ekki dugað, óskað hafi verið eft­ir meira sam­ráði og með frest­un sé rétt fram sátt­ar­hönd í þeirri von að málið leys­ist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert