Varað við hvassviðri og slæmri færð

Hálka og skafrenningur er meðal annars Holtuvörðuheiði.
Hálka og skafrenningur er meðal annars Holtuvörðuheiði. mbl.is/Rax

Veg­far­end­ur eru varaðir við miklu hvassviðri við Hafn­ar­fjall og Kjal­ar­nes og eins miklu hvassviðri og hugs­an­legu sand­foki á Mýr­dalss­andi. Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni seg­ir að ófært sé yfir Öxi og varað er við hálku og skafrenn­ingi á Holta­vörðuheiði. Hálku­blett­ir eru á Bröttu­brekku.

Á Vest­fjörðum eru hálku­blett­ir og skafrenn­ing­ur á Stein­gríms­fjarðar­heiði. Snjóþekja er yfir Eyr­ar­fjall. Hálku­blett­ir eru á Kletts­hálsi, einnig eru hálku­blett­ir á Hrafns­eyr­ar­heiði og á Strönd­um.

Á Norður­landi er hálka og skafrenn­ing­ur á Þver­ár­fjalli. Hálka og krapi er á milli Hofsós og Siglu­fjarðar. Hálka er á Lág­heiði.

Á Norðaust­ur­landi er mjög mik­il hálka eða snjóþekja, élja­gang­ur og skafrenn­ing­ur. Varað er við óveðri á  Mý­vatns­ör­æf­um og mjög slæmri færð.
Þæf­ing­ur er á Hólas­andi og á milli Raufar­hafn­ar og Þórs­hafn­ar.

Á Aust­ur­landi er þung­fært um Möðru­dals­ör­æfi, Fjarðar­heiði, Vopna­fjarðar­heiði og þar er ekk­ert ferðaveður. Þæf­ing­ur er Sand­vík­ur­heiði. Snjóþekja og skafrenn­ing­ur er á Fagra­dal. Hálku­blett­ir og skafrenn­ing­ur er á Oddsk­arði. Þung­fært er á Breiðdals­heiði og ófært er yfir Öxi, Hell­is­heiði eystri og Vatns­skarð eystra.

Ann­ríki hjá lög­regl­unni á Eg­ils­stöðum

Lög­regl­an á Eg­ils­stöðum seg­ist hafa notið aðstoðar björg­un­ar­sveita við að aðstoða fólk í færðinni sem hef­ur komið mörg­um á óvart og er­lend­ir ferðamenn sem komu með Nor­rænu lentu í vand­ræðum á heiðum.

Á Suðaust­ur­landi er víðast hvar greiðfær­ir fyr­ir utan sand­fok á
Mýr­dalss­andi og óveður er und­ir Eyja­fjöll­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert