Varað við hvassviðri og slæmri færð

Hálka og skafrenningur er meðal annars Holtuvörðuheiði.
Hálka og skafrenningur er meðal annars Holtuvörðuheiði. mbl.is/Rax

Vegfarendur eru varaðir við miklu hvassviðri við Hafnarfjall og Kjalarnes og eins miklu hvassviðri og hugsanlegu sandfoki á Mýrdalssandi. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að ófært sé yfir Öxi og varað er við hálku og skafrenningi á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði. Snjóþekja er yfir Eyrarfjall. Hálkublettir eru á Klettshálsi, einnig eru hálkublettir á Hrafnseyrarheiði og á Ströndum.

Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur á Þverárfjalli. Hálka og krapi er á milli Hofsós og Siglufjarðar. Hálka er á Lágheiði.

Á Norðausturlandi er mjög mikil hálka eða snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Varað er við óveðri á  Mývatnsöræfum og mjög slæmri færð.
Þæfingur er á Hólasandi og á milli Raufarhafnar og Þórshafnar.

Á Austurlandi er þungfært um Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði, Vopnafjarðarheiði og þar er ekkert ferðaveður. Þæfingur er Sandvíkurheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal. Hálkublettir og skafrenningur er á Oddskarði. Þungfært er á Breiðdalsheiði og ófært er yfir Öxi, Hellisheiði eystri og Vatnsskarð eystra.

Annríki hjá lögreglunni á Egilsstöðum

Lögreglan á Egilsstöðum segist hafa notið aðstoðar björgunarsveita við að aðstoða fólk í færðinni sem hefur komið mörgum á óvart og erlendir ferðamenn sem komu með Norrænu lentu í vandræðum á heiðum.

Á Suðausturlandi er víðast hvar greiðfærir fyrir utan sandfok á
Mýrdalssandi og óveður er undir Eyjafjöllum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert