Búið að

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á ráðherrafundi NATO í Búkarest.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á ráðherrafundi NATO í Búkarest. Reuters

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að það væri alger undantekning, að leigðar séu einkaþotur til að koma fólki á vegum ríkisins á milli staða. Geir sagði, að það hefðu verið mistök af hálfu forsætisráðuneytisins, að gefa ekki strax upp kostnað vegna þotuleigunnar.

Geir var að svara fyrirspurn frá Álfheiði Ingadóttur, þingmanni VG, um ferð ráðherra á fund NATO í Rúmeníu í byrjun apríl. Geir sagði, að flugrekandinn hefði veitt kynningarafslátt og óskað eftir því að kostnaður yrði ekki gefinn upp. Geir sagði að ríkið gæti ekki veitt slíka skilmála og flugrekandinn hefði gert sér grein fyrir því eftirá og í kjölfari voru upplýsingarnar birtar.

Geir sagði, að búið hefði verið að panta far til Rúmeníu með áætlunarflugi frá London en þaðan átti að fljúga frá flugstöð númer 5 sem var nýopnuð og allt þar í klandri. Geir sagði, að kostnaðaraukinn við flugið hefði verið það lítill, eða um 200 þúsund krónur, að það hefði verið talið réttlætanlegt. Kostnaður vegna flugvélarinnar var 4,2 milljónir króna.

Álfheiður sagðist ánægð með þá yfirlýsingu, að þotuferðir af þessu tagi væru undantekningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert