Árni áfram í stjórn Greenpeace Nordic

Árni Finnsson.
Árni Finnsson.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, var endurkjörinn til næstu þriggja ára í stjórn Greenpeace Nordic á aðalfundi samtakanna, sem fór fram í Stokkhólmi um helgina.

Samkvæmt upplýsingum frá Árna mótar stjórn Greenpeace Nordic stefnu í samræmi við stefnu Greenpeace International og er ábyrg fyrir fjármálum samtakanna en daglegur rekstur er í höndum framkvæmdastjóra.

Stuðningsmenn Greenpeace Nordic voru á síðasta ári 137 þúsund manns í Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Tekjur voru ríflega 85 milljónir sænskar kr. Þar af fóru 65 milljónir til baráttumála samtakanna.
 
Á þessu ári og næstu ár mun Greenpeace leggja mesta áherslu á loftslagsmál og verður 2/3 af fé samtakanna varið til þess málaflokks. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert