Ekki þörf á að endurskoða grunn fjárlaga

Árni M. Mat­hiesen, sagðist á Alþingi í dag ekki vera þeirr­ar skoðunar, að draga eigi úr þeim um­svif­um, sem stjórn­völd hafa ákveðið á þessu ári. Sagðist Árni ekki hafa séð þær for­send­ur að nauðsyn­legt sé að end­ur­skoða grunn fjár­laga með öðrum hætti, en þeim sem hefðbund­inn væri fyr­ir fjár­auka­lög á hausti.

Árni var að svara fyr­ir­spurn frá Birki Jóni Jóns­syni, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks, sem vísaði til um­mæla Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks og vara­for­manns fjár­laga­nefnd­ar í gær. Þá sagði Kristján, að hann teldi að skoða þurfi for­send­ur fjár­laga í ljósi efna­hagsþró­un­ar­inn­ar í aprí.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert