Umferðaróhapp varð á Kjalarnesi klukkan hálf fimm í dag. Vöruflutningabíll fauk út í skurð. Farþegi í bílnum skarst á hendi en önnur urðu slys ekki á mönnum og tjón er ekki talið vera mikið á bílnum.
Annar vöruflutningabíll lagðist á hliðina í Námaskarði við Mývatn um klukkan 15 í dag. Að sögn lögreglu flaut bíllinn upp í krapi og við það missti bílstjórinn stjórn á honum og fór hann út af veginum og sem fyrr sagði lagðist á hliðina.
Engin slys urðu á mönnum og tjón er heldur ekki talið vera mikið á þeim bíl.