Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, hefur verið útnefndur „grænasti stjórnmálaleiðtoginn“ af tímaritinu Newsweek.
Á vefsíðu tímaritsins er nýting Íslendinga á orkuauðlindum landsins lofuð í hástert og talin öðrum þjóðum til eftirbreytni. Newsweek segir frá því að hamingja og velferð Íslendinga sé fyrst og fremst til komin af legu landsins sem sé óþrjótandi uppspretta náttúrulegrar orku. Einarða stjórn hafi þó þurft til að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga.
Í viðtali við tímaritið lýsir Geir þróun orkumála hérlendis og forystuhlutverki Íslendinga hvað jarðvarmatækni varðar.