Geislafræðingar hætta

Geislafræðingar á fundi í gærkvöldi.
Geislafræðingar á fundi í gærkvöldi. mbl.is/Frikki

40 geislafræðingar ætla að hætta störfum á Landspítalanum á miðnætti, samkvæmt samkvæmt upplýsingum Ásbjörns Jónssonar, sviðsstjóra myndgreiningarsviðs Landspítala. Í gær ákváðu einnig rúmlega hundrað  skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar að standa við uppsagnir sínar. 

Stjórn spítalans sagði upp vaktakerfi geislafræðinga og hjúkrunarfræðinganna og átti uppsögnin að taka gildi á miðnætti. Starfsfólkið sagði þá upp störfum.

Stjórnendur spítalans ákváðu á mánudag að fresta gildistöku vaktakerfisins til 1. október og fóru þess á leit við geislafræðinga og hjúkrunarfræðinga að fresta uppsögnum til 1. október. Þeir hafa nú hafnað því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka