Geislafræðingar hætta

Geislafræðingar á fundi í gærkvöldi.
Geislafræðingar á fundi í gærkvöldi. mbl.is/Frikki

40 geisla­fræðing­ar ætla að hætta störf­um á Land­spít­al­an­um á miðnætti, sam­kvæmt sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Ásbjörns Jóns­son­ar, sviðsstjóra mynd­grein­ing­ar­sviðs Land­spít­ala. Í gær ákváðu einnig rúm­lega hundrað  skurð- og svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræðing­ar að standa við upp­sagn­ir sín­ar. 

Stjórn spít­al­ans sagði upp vakta­kerfi geisla­fræðinga og hjúkr­un­ar­fræðing­anna og átti upp­sögn­in að taka gildi á miðnætti. Starfs­fólkið sagði þá upp störf­um.

Stjórn­end­ur spít­al­ans ákváðu á mánu­dag að fresta gildis­töku vakta­kerf­is­ins til 1. októ­ber og fóru þess á leit við geisla­fræðinga og hjúkr­un­ar­fræðinga að fresta upp­sögn­um til 1. októ­ber. Þeir hafa nú hafnað því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert