Hækkaði mest í lágvöruverðsverslunum

Verð hækkaði almennt mest í lágvöruverðsverslunum skv. nýjum mælingum verðlagseftirlits ASÍ á vörukörfu. Mældar voru breytingar á verðlagi milli annarrar og þriðju viku aprílmánaðar.

Verð lækkaði milli vikna í aðeins einni verslun, Samkaupum-Strax, en lækkunin þar nam 1,3%. Af lágvöruverðsverslunum hækkaði verð mest í Kaskó, um 5,7%, en minnst í Krónunni, um 0,7%.

Vörutegundir hækkuðu mismikið á milli verslana. Brauð og korn var meðal þess sem hækkaði verulega, um 7% í Nettó og 4% í Hagkaup og Nóatúni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert