Hálka víða um land

Hálka er víða á vegum landsins.
Hálka er víða á vegum landsins. mbl.is/Ómar

Hálku­blett­ir og skafrenn­ing­ur er á Holta­vörðuheiði. Hálku­blett­ir eru á
Bröttu­brekku.

Á Vest­fjörðum eru hálku­blett­ir og skafrenn­ing­ur á Stein­gríms­fjarðar­heiði, hálka og skafrenn­ing­ur er á Eyr­ar­fjalli og á  Kletts­hálsi, einnig eru hálku­blett­ir á Hrafns­eyr­ar­heiði og á Strönd­um.

Á Norður­landi er hálka og skafrenn­ing­ur er á Þver­ár­fjalli. Hálku­blett­ir eru á Öxna­dals­heiði.

Hálka og hálku­blett­ir eru á Siglu­fjarðar­vegi. Þung­fært er á Lá­heiði.

Á Norðaust­ur­landi er hálka, snjóþekja, élja­gang­ur og skafrenn­ing­ur.

Á Aust­ur­landi er þæf­ings­færð á Vopna­fjarðar­heiði. Hálku­blett­ir eru á
Fjarðar­heiði og á Fagra­dal, Hálka og skafrenn­ing­ur er á Möðru­dals­ör­æf­um.

Snjóþekja er á Breiðdals­heiði og ófært er yfir Öxi og um Hell­is­heiði
eystri.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert