Hjúkrunarfræðingar funda

Hjúkrunarfræðingar funda nú í húsnæði félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Hjúkrunarfræðingar funda nú í húsnæði félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Frikki

Skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar funda nú í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Reykjavík en uppsagnir 96 þeirra munu taka gildi á miðnætti nema að þær verði dregnar til baka. Geislafræðingar ákváðu fyrr í dag að fresta sínum uppsögnum um einn mánuð.

Trúnaðarmenn hjúkrunarfræðinganna komu fyrir skömmu af fundi heilbrigðisráðherra og kynna nú væntanlega niðurstöðu þess fundar fyrir þeim hjúkrunarfræðingum sem aðild eiga að málinu.

Hjúkrunarráð telur starfsemina lamast 

 Stjórn hjúkrunarráðs Landsspítala sendi seinni hluta dags frá sér ályktun þar sem hún hvetur hlutaðeigandi aðila, starfsmenn, stjórnendur og yfirvöld að leita  allra  úrræða tillausnar þessari deilu og tryggja þannig öryggi sjúklinga.

Í tilkynningunni segir: „Starfsemi spítalans mun að stórum hluta til lamast ef þeir 94 hjúkrunarfræðingar og 40 geislafræðingar sem sagt hafa upp störfum hætta og ganga út." 

Læknaráð spítalans áhyggjufullt 

Læknaráð Landspítala lýsir einnig þungum áhyggjum yfir því ástandi sem skapast á Landspítala vegna brotthvarfs skurð-og svæfingarhjúkrunarfræðinga og geislafræðinga hinn 1. maí næstkomandi.

Í fréttatilkynningu frá Læknaráði segir: „Það hefur legið fyrir mánuðum saman að þessir starfsmenn myndu hætta ef samkomulag um vaktafyrirkomulag næðist ekki og það er einnig ljóst að neyðaráætlun mun engan veginn duga til að halda starfsemi spítalans íásættanlegu horfi.

Læknaráð Landspítala skorar áráðherra heilbrigðismála að grípa strax inn í þessa deilu og leysa hana og koma þannig í veg fyrir meiri skaða en orðinn er."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka