Höfuðstóllinn rýkur upp

Sú skyndi­lega hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs sem varð í apríl kem­ur sér mjög illa fyr­ir þá sem tekið hafa verðtryggt lán. Vísi­tal­an hækkaði um 3,4% á milli mánaða og hef­ur ekki hækkað meira í tæpa tvo ára­tugi.

Svo tekið sé einalt dæmi þýðir 3,4% hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs að sá sem þarf að greiða 100.000 krón­ur af jafn­greiðslu­láni í maí, þarf að greiða 103.400 krón­ur af því í júní þegar hækk­un vísi­tölu í apríl er far­in að taka gildi til verðtrygg­ing­ar. Að sama skapi hækk­ar höfuðstóll 20 millj­óna króna láns í rúm­ar 20.682.000 krón­ur.

Af­borg­un hækk­ar um þriðjung

Ef verðbólga hefði hald­ist 3,7%, eins og hún var í ág­úst 2004, hefði af­borg­un­in 1. júní nk. verið tæp­ar 98 þúsund krón­ur. Hin raun­veru­lega af­borg­un er 12% hærri, og til þess að greiðslu­byrðin hafi ekki þyngst, þurfa laun viðkom­andi því að hafa hækkað um það sem því nem­ur á um­ræddu tíma­bili.

Allt yrði vit­laust í Dan­mörku

„Ég sé ekki fyr­ir mér að aðrar þjóðir myndu sætta sig við svona mikl­ar svipt­ing­ar. T.d. ímynda ég mér að allt yrði vit­laust í Dan­mörku ef fólk sæi lán­in sín hækka svona mikið á einu bretti.“

Hún bend­ir á að verðtrygg­ing­in hækki höfuðstól láns tölu­vert jafn­vel þegar verðbólga er ekki nema 2,5%, sem er verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans. Því sé mik­il­vægt að lán­tak­end­ur legg­ist vel yfir út­reikn­inga á lán­um og stökkvi ekki á allt sem bjóðist.

Vilja af­nema verðtrygg­ingu

Frjáls­lyndi flokk­ur­inn hef­ur sem dæmi lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að verðtrygg­ing­in verði af­num­in, en til­lag­an er til um­fjöll­un­ar hjá alls­herj­ar­nefnd. Í nei­kvæðri um­sögn um til­lög­una benti Seðlabanki Íslands á að það að af­nema verðtrygg­ingu verði að öll­um lík­ind­um til þess að auka verðbólgu enn frek­ar.

„Ég veit nú ekki hvort það myndi skipta miklu máli í því um­hverfi sem við erum í núna,“ seg­ir Jón Magnús­son, þingmaður Frjáls­lynda flokks­ins, um aðvar­an­ir Seðlabank­ans. „Á sama tíma og þeir sem lána pen­inga verða að hafa trygg­ingu, má kerfið ekki vera þannig að öll heims­ins óár­an bitni á þeim sem taka lán.“

Verðtrygg­ing­in skárri kost­ur

Þórólf­ur Matth­ías­son, pró­fess­or í hag­fræði, tek­ur und­ir með Val­gerði. „Það er erfitt að sjá fyr­ir sér að það sé hægt að halda gang­andi lána­kerfi hér á landi ef verðtrygg­ing­in verður af­num­in.“

Ef það yrði gert þyrfti að veita lán­veit­end­um áhættu­álag, til að þeir sæju sér hag í að veita lán í þeirri miklu verðbólgu og óvissu um verðbólgu sem ríkt hef­ur hér á landi.

Þekk­ir þú dæmi?

Í hnot­skurn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert