Hunangsflugan boðar til vors

Húshumla (Bombus lucorum).
Húshumla (Bombus lucorum). mbl.is/Sigurgeir

Koma hun­angs­flug­unn­ar bend­ir til þess að vorið sé komið og fagna því ef­laust marg­ir að sum­ar sé á næsta leyti.  Hús­huml­an er far­in að láta sjá sig og á vef Nátt­úru­fræðistofn­unn­ar Íslands kem­ur fram að þann 18. apríl hafi stofn­un­inni borist til­kynn­ing­ar um hús­huml­ur á kreiki á höfuðborg­ar­svæðinu, und­ir Eyja­fjöll­um, og á Hornafirði.

Erl­ing Ólafs­son, skor­dýra­fræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands seg­ir hús­huml­una ná­kvæma og stund­vísa þar sem hún sé vön að koma eft­ir daga­tali.  Und­an­far­in ár hef­ur hún vaknað af vetr­ar­dvala og birst 19.apríl, en í ár vildi svo skemmti­lega til að hún kom deg­in­um áður, eða þann 18. apríl, með til­liti til þess að nú er hlaupár.

Að sögn Erl­ings eru geit­ung­ar ekki eins ná­kvæm­ir og hús­huml­an, og breyti­legra hvenær þeir koma.  „Þeir koma í fyrsta lagi 10. maí, 15.-20. maí er al­geng­ur tími, en það fer eft­ir hvernig hita­stigið er í maí mánuði," seg­ir Erl­ing.

Á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar kem­ur fram að þrjár teg­und­ir hun­angs­flugna finn­ist hér á landi af ætt­kvísl­inni Bombus, sem nefn­ast huml­ur.  Þar seg­ir að mó­humla (Bombus jo­nellus) hafi verið hér á landi um langa hríð, og að garðhumla (Bombus hor­tor­um) og hús­humla (Bombus lucor­um) hafi borist hingað á seinni hluta nýliðinn­ar ald­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka