Játuðu íkveikjuna á skógræktarsvæðinu

Slökkviliðsmenn berjast við sinuelda við Hvaleyrarvatn í fyrrinótt.
Slökkviliðsmenn berjast við sinuelda við Hvaleyrarvatn í fyrrinótt. Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan handtók fjóra menn í um tvítugt í fyrrinótt grunaða um mikla sinubruna á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn þar sem mörg þúsund tré skemmdust ásamt gróðri. Hinir handteknu játuðu við yfirheyrslur að hafa kveikt í sinunni en ekki hafa fengist skýringar á því af hverju þeir gerðu það.

Þeir voru enn í haldi lögreglu í gærkvöld og ekki ljóst hvort þeim yrði sleppt að loknum yfirheyrslum eða farið fram á gæsluvarðhald. Hinir handteknu hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður vegna óknytta.

Mennirnir eru fyrst og fremst handteknir fyrir eignaspjöll en samkvæmt hegningarlögum varða stórfelld eignaspjöll allt að 6 ára fangelsi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka