Leikskólabörn aldrei fleiri

Í des­em­ber 2007 sóttu 17.446 börn leik­skóla á Íslandi og hafa leik­skóla­börn aldrei verið fleiri. Leik­skóla­börn­um hef­ur fjölgað um 230 frá des­em­ber 2006 eða um 1,3%. Hlut­fall barna sem sækja leik­skóla er um 95% í þriggja ára og fjög­urra ára ald­urs­hóp­un­um. Í des­em­ber 2007 sóttu 90,9% tveggja ára barna leik­skóla og 30,8% eins árs barna.

Börn­um sem njóta stuðnings fjölg­ar um rúm 20% milli ára

Viðvera barna leng­ist stöðugt

Á vef Hag­stofu Íslands kem­ur fram að þegar skoðaðar eru töl­ur aft­ur til árs­ins 1998 má sjá að viðvera barna í leik­skól­um er stöðugt að lengj­ast. Hlut­fall þeirra barna sem skráð eru í a.m.k. 8 tíma viðveru á dag fer sí­fellt hækk­andi.

Árið 1998 voru rúm­lega 40% (40,3%) barna í leik­skól­um skráð í a.m.k. 8 tíma viðveru. Fjór­um árum síðar er þetta hlut­fall komið í 61,7% og árið 2007 eru 77,8% allra barna í leik­skól­um skráð í a.m.k. 8 tíma dag­lega viðveru.

Hærra hlut­fall drengja en stúlkna er skráð í lengri viðveru. Í des­em­ber 2007 eru 78,3% allra drengja í leik­skól­um í a.m.k. 8 tíma vist­un á meðan sam­svar­andi hlut­fall stúlkna er 77,1%. Fyr­ir þrem­ur árum síðan voru 70,1% allra drengja í þetta langri vist­un á meðan hlut­fall stúlkna var 68,4%. Það skal þó tekið fram að þetta er sú vist­un sem for­eldr­ar hafa tryggt sér en ekki er óal­gengt að for­eldr­ar sæki börn sín áður en dval­ar­tími þeirra er út­runn­inn, sam­kvæmt vef Hag­stofu Íslands.

Áfram­hald­andi fjölg­un barna með er­lent móður­mál

Börn­um sem hafa annað móður­mál en ís­lensku fjölg­ar áfram og eru nú 1.571 tals­ins, eða 9,0% allra leik­skóla­barna. Al­geng­asta er­lenda móður­mál leik­skóla­barna er pólska (324 börn) og í öðru sæti er enska (164 börn). Í des­em­ber 2007 eru 367 leik­skóla­börn skráð með er­lent rík­is­fang. Flest­ir er­lend­ir rík­is­borg­ar eru frá Aust­ur-Evr­ópu eða 59,1% er­lendra leik­skóla­barna. Börn með asískt rík­is­fang eru 10,6% er­lendra leik­skóla­barna.

Rúm­lega 26% fjölg­un barna á einka­rekn­um leik­skól­um frá 2005
Starf­andi leik­skól­ar voru 270 tals­ins í des­em­ber 2007 og hef­ur fjölgað um þrjá frá des­em­ber 2006. Milli ár­anna 2006 og 2007 fjölgaði einka­rekn­um leik­skól­um um fimm en leik­skól­um rekn­um af sveit­ar­fé­lög­um fækkaði um tvo. Alls sóttu 2.316 börn nám í 36 einka­rekn­um leik­skól­um í des­em­ber 2007 og hef­ur þeim fjölgað um 485 börn frá ár­inu áður, eða um 26,5%. Í des­em­ber 2007 sóttu 13,3% leik­skóla­barna einka­rekna leik­skóla en árið 1998 var hlut­fallið 5,3%.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka