Mesta fjölmiðlafrelsið á Íslandi og Finnlandi

Fjölmiðlar á Íslandi og í Finnlandi njóta mests frelsis í heiminum að mati bandarísku stofnunarinnar Freedom House, sem birti í dag árlega skýrslu sína um frelsi fjölmiðla. Er þetta sama niðurstaða og á síðasta ári. Verst er ástandið í Norður-Kóreu, Búrma og Túrkmenistan.

Stofnunin segir, að verulega hafi dregið úr frelsi fjölmiðla á síðasta ári, eins og á árinu 2006, og segir þau lönd, þar sem fjölmiðlafrelsi var skert, séu tvöfalt fleiri en þau lönd þar sem frelsið jókst.

Lagt var mat á frelsi fjölmiðla í 195 löndum út frá lagaumhverfi, pólitísku ástandi og efnahag. Af ríkjunum 195 er fjölmiðlafrelsi talið ríkja í 72, eða 37%, 59, eða 30%, ríkir frelsi að hluta og í 64 ríkjum, eða 33%, er ekki frelsi.

Ástandið batnaði heldur í Miðausturlöndum og Mið-Afríku, aðallega vegna þess að þeim blaðamönnum fjölgar sem eru reiðubúnir til að hunsa þær skorður, sem þarlend stjórnvöld setja þeim. 

Listi Freedom House

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert