Mikið tjón í sinubrunum

Svörtu flekkirnir sýna svæðin sem urðu eldi að bráð. Til …
Svörtu flekkirnir sýna svæðin sem urðu eldi að bráð. Til hægri er svæðið sem brann aðfaranótt þriðjudags en vinstra megin svæðið sem brann aðfaranótt mánudags. mynd/LHG

Ljóst er að mikið tjón varð varð í tveim­ur sinu­brun­um við Hval­eyr­ar­vatn, ofan Hafn­ar­fjarðar, í vik­unni. Sex pilt­ar á aldr­in­um 17-20 ára voru hand­tekn­ir vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Að sögn lög­reglu ligg­ur aðild 5 þeirra fyr­ir og hafa þeir játað sök en alls voru 10 pilt­ar yf­ir­heyrðir vegna sinu­brun­anna.

Aðfaranótt mánu­dags var kveikt í sinu norðan við vatnið og rúm­lega sól­ar­hring síðar voru brennu­varg­ar á ferð sunn­an við Hval­eyr­ar­vatn. Á mynd­um, sem Land­helg­is­gæsl­an tók af svæðinu, sést að stór svæði urðu eld­in­um að bráð.

Í apríl hafa lög­reglu­menn af svæðis­stöðinni í Hafnar­f­irði farið í níu út­köll vegna sinu­bruna. Oft er um að kenna fikti barna með eld­spýt­ur en í nýj­ustu sinu­brun­un­um við Hval­eyr­ar­vatn var ekki slíku fyr­ir að fara. Þar áttu eng­ir óvit­ar hlut að máli. Þess má jafn­framt geta að fyrr í mánuðinum kviknaði í stoln­um bíl og hest­húsi á þess­um sömu slóðum en þau mál eru óupp­lýst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert