Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun með öðrum spítölum

 Kapp­kostað verður að halda úti eins góðri þjón­ustu á Lands­spít­al­an­um og mögu­legt er miðað við aðstæður.

Þetta sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son heil­brigðisráðherra við Morg­un­blaðið eft­ir fund sem boðað var til seint í gær­kvöldi með stjórn­end­um spít­al­anna á Akra­nesi, Sel­fossi, í Reykja­nes­bæ og Hafnar­f­irði. Á fund­in­um var rædd aðkoma spít­al­anna og sam­vinna við lausn á þeim mikla vanda sem fyr­ir­sjá­an­leg­ur er á Land­spít­al­an­um þegar upp­sagn­ir skurð- og svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræðinga taka gildi 1. maí. Á fund­in­um voru einnig rædd viðbrögð við boðuðum aðgerðum geisla­fræðinga, að sögn ráðherra.

Gripið verður til viðbragðsáætl­un­ar sem verður nán­ar skipu­lögð í dag og á morg­un. „Lýstu for­svars­menn spít­al­anna all­ir vilja sín­um til að koma að áætl­un­inni í góðu sam­starfi við sitt starfs­fólk. Einnig verður haft sam­starf við sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri,“ sagði Guðlaug­ur Þór.

Áætl­un­in fel­ur í sér að hægt verður að viðhalda lág­marks­bráðaþjón­ustu á Land­spít­ala, þ. á m. gera keis­ara­sk­urði og skurðaðgerðir vegna krabba­meins, en öðrum aðgerðum verður vísað til sam­starfs­spít­al­anna eins og unnt er.

Þeim breyt­ing­um sem boðaðar hafa verið á störf­um skurð- og svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræðinga seg­ir heil­brigðisráðherra að sé einkum ætlað að upp­fylla ákvæði til­skip­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um lág­marks­hvíld­ar­tíma og að óveru­leg­ur sparnaður hljót­ist fyr­ir spít­al­ann af hinu nýja fyr­ir­komu­lagi. Vel hafi gengið að inn­leiða sams kon­ar breyt­ing­ar við aðrar deild­ir á spít­al­an­um.

Guðlaug­ur Þór von­ast til að deil­an muni leys­ast og að þeir hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem sagt hafa upp komi aft­ur til starfa. „Ég held að all­ir hlutaðeig­andi séu reiðubún­ir til þess að finna leið til að leysa málið,“ seg­ir hann.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert