Vaktakerfið dregið til baka

Fulltrúar hjúkrunarfræðinga yfirgefa heilbrigðisráðuneitið fyrir stundu.
Fulltrúar hjúkrunarfræðinga yfirgefa heilbrigðisráðuneitið fyrir stundu. mbl.is/Frikki

Skurð- og svæf­inga­hjúkr­un­ar­fræðing­ar á LSH munu draga upp­sagn­ir sín­ar til baka og yf­ir­stjórn sjúkra­húss­ins hef­ur fall­ist á að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á vakta­fyr­ir­komu­lag­inu taki ekki gildi og að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag gildi til 1. maí 2009.

Sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um mbl.is náðist sam­komu­lag fyr­ir skömmu og mun verða skipuð nefnd sem á að finna leið til að að laga vinnu­tíma hjúkr­un­ar­fræðing­anna að vinnu­tíma­til­skip­un ESB og á sú nefnd að skila niður­stöðu fyr­ir næstu ára­mót.

Í til­kynn­ingu frá yf­ir­stjórn LSH seg­ir: „Vinnu­hóp­ur­inn skal  skipaður ein­um skurðhjúkr­un­ar­fræðingi og ein­um svæf­inga­hjúkr­un­ar­fræðingi og tveim­ur ein­stak­ling­um til­nefnd­um af stjórn­end­um spít­al­ans auk odda­manns sem heil­brigðisráðherra til­nefn­ir."

Skurðstof­ur rekn­ar með eðli­legu móti 

Björn Zöega for­stjóri LSH sagði í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins að mik­ill meiri­hluti hjúkr­un­ar­fræðing­anna hafi þegar dregið upp­sagn­ir sín­ar til­baka og að skurðstof­urn­ar yrðu rekn­ar áfram með eðli­legu móti.

Samstaðan skilaði ár­angri 

„Allt er gott sem end­ar vel og það var samstaðan sem skilaði okk­ur þess­um ár­angri," sagði Erla Björk Birg­is­dótt­ir trúnaðarmaður skurðhjúkr­un­ar­fræðinga við blaðamann Morg­un­blaðsins að lokn­um samn­ingaviðræðunum við yf­ir­menn LSH og heil­brigðisráðherra fyr­ir skömmu.

Hjúkrunafræðingar skoða samningsdrög.
Hjúkr­una­fræðing­ar skoða samn­ings­drög. mbl.is/​Frikki
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert