Teiknistofan Vektor- Hönnun & Ráðgjöf sagði í gær upp þriðjungi starfsmanna vegna mikils samdráttar í byggingariðnaði. Að sögn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, eins eigenda stofunnar, starfa nú tuttugu manns hjá fyrirtækinu.
Jón Hrafn segir að staðan virðist vera sú sama alls staðar hjá þeim sem starfa í byggingageiranum, mikill samdráttur blasir við og ekkert annað hægt að gera en að bíða eftir lendingunni, hver svo sem hún verður.
Að sögn Jóns Hrafns hefur Vektor orðið fyrir því að verkefni sem búið er að semja um eru sett á bið vegna ástandsins í efnahagslífinu. Því hafi fyrirtækið neyðst til þess að bregaðast við með uppsögnum.