Vörubílstjórar nota ekki yfirbreiðslur

Lögreglunni á Selfossi hefur borist margar kvartanir frá ökumönnum þess efnis að vörubílstjórar á leið frá námunum í Lambafelli við Þrengslavegamót og Bolaöldu fyrir ofan Sandskeið noti ekki yfirbreiðslur.

Að sögn ökumanna hafa framrúður rispast á bílunum er sandkornum rignir niður þegar bílarnir mæta vörubílstjórunum á veginum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda mannskap upp á Suðurlandsveg til að taka á þessu máli, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert