Fara afi og amma of snemma á heimili?

Heimahjúkrun undirbúin.
Heimahjúkrun undirbúin.

„Á þessum árum telja 10-30% að þau gætu nýtt sér endurhæfingu. Það er spurning hve stór hluti þessa hóps hefði getað verið lengur heima ef kostur hefði verið á endurhæfingu og góðri heimahjúkrun,“ segir Ingibjörg Hjaltadóttir, lektor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og sviðsstjóri hjúkrunar á öldrunarsviði Landspítalans.

Ingibjörg rannsakaði heilsufar aldraðra við flutning inn á hjúkrunarheimili á árabilinu 1996-2006 og er það hluti af doktorsnámi hennar í hjúkrun við Háskólann í Lundi.

„Á þessum árum kemur í ljós veikt en línulegt samband á þá leið að eftir því sem líður á tímabilið verða þeir sem nýir koma inn á hjúkrunarheimilin hressari. Þeir eru með meiri vitræna getu og betri færni í að taka þátt í félagsstarfi.

Hins vegar eru þeir með aukna verki, sem er mjög umhugsunarvert og spurning hvort ekki sé hægt að meðhöndla verki betur, t.d. hjá heilsugæslunni.“

Þarf að forgangsraða betur

Hún segir að á tímabilinu hafi um 100 manns á LSH verið á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á ári. „Við höfum ekki getað tekið fólk inn í endurhæfingu vegna þess að plássin hafa verið nýtt fyrir fólk sem bíður eftir hjúkrunarrýmum. Ef það tækist að eyða biðlistanum væri hægt að bjóða fólki upp á endurhæfingu og þar með gera einhverjum hópi aldraðra kleift að búa lengur heima.“

Í hnotskurn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert