Fara afi og amma of snemma á heimili?

Heimahjúkrun undirbúin.
Heimahjúkrun undirbúin.

„Á þessum árum telja 10-30% að þau gætu nýtt sér endurhæfingu. Það er spurning hve stór hluti þessa hóps hefði getað verið lengur heima ef kostur hefði verið á endurhæfingu og góðri heimahjúkrun,“ segir Ingibjörg Hjaltadóttir, lektor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og sviðsstjóri hjúkrunar á öldrunarsviði Landspítalans.

Ingibjörg rannsakaði heilsufar aldraðra við flutning inn á hjúkrunarheimili á árabilinu 1996-2006 og er það hluti af doktorsnámi hennar í hjúkrun við Háskólann í Lundi.

„Á þessum árum kemur í ljós veikt en línulegt samband á þá leið að eftir því sem líður á tímabilið verða þeir sem nýir koma inn á hjúkrunarheimilin hressari. Þeir eru með meiri vitræna getu og betri færni í að taka þátt í félagsstarfi.

Hins vegar eru þeir með aukna verki, sem er mjög umhugsunarvert og spurning hvort ekki sé hægt að meðhöndla verki betur, t.d. hjá heilsugæslunni.“

Þarf að forgangsraða betur

„Meðaldvalartími fólks á hjúkrunarheimilum hér er þrjú ár á meðan hann er tvö ár annars staðar á Norðurlöndum. Ef fólk gæti verið heima hjá sér í eitt ár af þessum þremur þá væri það mun ánægjulegra líf,“ segir Ingibjörg.

Hún segir að á tímabilinu hafi um 100 manns á LSH verið á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á ári. „Við höfum ekki getað tekið fólk inn í endurhæfingu vegna þess að plássin hafa verið nýtt fyrir fólk sem bíður eftir hjúkrunarrýmum. Ef það tækist að eyða biðlistanum væri hægt að bjóða fólki upp á endurhæfingu og þar með gera einhverjum hópi aldraðra kleift að búa lengur heima.“

Í hnotskurn
Voru upplýsingar úr heilsufarsmati þeirra sem fluttu inn á hjúkrunarheimili 1996-2006 og metnir voru innan 90 daga frá komu, alls 2206 einstaklingar. Heilsufarsmatið kallast RAI-mat og hefur verið notað síðan 1996. Eru íbúar hjúkrunarheimila metnir samkvæmt því þrisvar á ári.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert