Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar

Fylgi við ríkisstjórnina fer minnkandi.
Fylgi við ríkisstjórnina fer minnkandi. mbl.is/Júlíus

Fylgi Samfylkingarinnar hefur dregist saman um 7% undanfarinn mánuð samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í útvarpsfréttum. Er fylgi flokksins komið undir kjörfylgið. Þá hefur stuðningur við ríkisstjórnina minnkað umtalsvert frá því í lok mars og sömuleiðis ánægja með störf ráðherra.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 26% og hefur ekki verið minna á kjörtímabilinu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er nánast óbreytt eða um 37%. Fylgi VG mælist 21% og eykst um 4 prósentur milli mánaða. Fylgi Framsóknarflokks mælist tæp 10% og fylgi Frjálslynda flokksins tæp 6 eða það sama og síðast. Fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist varla.

58% sögðust styðja ríkisstjórnina og er það 9 prósenta minna fylgi en fyrir mánuði. Þá hefur ánægja með störf ráðherra minnkað umtalsvert frá því síðast var spurt um hana í september. Mest er ánægja með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, eða um 60% en var 70% í september. Þá sögðust 46% vera ánægðir með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og um 40% voru ánægð með störf Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde en í sepember sögðust 70% ánægð með störf Geirs.

19% sögðust ánægðir með störf Össurar Skarphéðinssonar. Ánægja með störf Einars K. Guðfinssonar, Björns Bjarnasonar og Árna M. Mathiesen er þó minna og aðeins 8% sögðust ánægð með störf Árna og 69% sögðust óánægð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka