Icelandair mun á morgun hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Toronto í Kanada. Samningur um gagnkvæm flugréttindi milli landanna sem íslensk og kanadísk stjórnvöld undirrituðu í Ottawa á síðasta ári er forsenda flugsins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, verður í fyrsta fluginu á morgun og er heiðurgestur hátíðardagskrár í Toronto um helgina á vegum Icelandair og Torontoborgar.
Flogið verður milli Íslands og Toronto þrisvar í viku í mai og fimm sinnum í viku í sumar, en auk þess flýgur Icelandair til Halifax í Kanada.