Haldið upp á aldarafmæli íþróttafélaga

Haldið er upp á aldarafmæli íþróttafélaganna Fram og Víkings í Reykjavík í dag og er m.a. öllum boðið í veislukaffi í Íþróttahúsi Fram félagsins klukkan  13. Þá mun borgarstjóri í dag skrifa undir samning, sem gerður hefur verið við félagið um uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Úlfarsárdal. 

Víkingar standa einnig fyrir stórhátíðahöldum sem þeir Víkingar kalla 1 2 3. Hefst fjölskylduhátíð  með pylsuveislu við Grímsbæ kl. 12, þaðan fer skrúðganga í Víkina kl. 13 með viðkomu í Bústaðakirkju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka