Kröfuganga dagsins fer frá Hlemmi í dag, 1. maí. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13. Gangan leggur af stað kl. 13.30. Gengið verður niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg.
Útifundurinn hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10. Ávörp flytja Georg Skúlason, formaður Félags bókagerðarmanna, Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og Gabriella Unnur Kristjánsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Sprengjuhöllin flytur tónlist og Gísli Einarsson fréttamaður fer með gamanmál. Fundarstjóri verður Fanney Friðriksdóttir, ritari Eflingar.
Kröfuganga leggur af stað frá Baldurshúsinu á Ísafirði kl. 14 og verður gengið að Edinborgarhúsinu undir lúðrablæstri. Ræðumaður dagsins er Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði, kvikmyndasýningar og ljósmyndasýningu svo fátt eitt sé nefnt.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, verður aðalræðumaður á 1. maí hátíðarhöldum á Akranesi. Safnast verður saman við Kirkjubraut 40 kl. 14 og genginn hringur. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á sama stað. Kvennakór syngur og boðið verður upp á kaffiveitingar.
Boðið verður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Kristín Björnsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Austurlands, flytur ávarp. Lúðrasveit og upplestur.
Stefna – félag vinstri manna – heldur sinn tíunda morgunfund á baráttudegi verkalýðsins á Mongo sportbar, Kaupangi á Akureyri. Fundurinn hefst kl. 11. Ræðumaður dagsins er Viðar Þorsteinsson, heimspekingur og stjórnarformaður Nýhils. Fundarstjóri verður Margrét Guðmundsdóttir.