Lögreglumessa var haldiní Langholtskirkju í morgn í tilefni af uppstigningardeg en þetta er í 15. sinn sem sérstök lögreglumessa er haldin á þeim degi.
Við messuna þjónuðu sr. Hans Markús Hafsteinsson, héraðsprestur og fyrrverandi lögreglumaður, og sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sjúkrahúsprestur og prestur lögreglunnar, fyrir altari. Ræðumaður var Snorri Magnússon, nýkjörinn formaður Landssambands lögreglumanna,
Lögreglukórinn söng undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar og starfsfólk lögreglunnar las ritningarorð.
Að guðsþjónustunni lokinni bauð Lögreglukórinn til kirkjukaffis en víða eru haldin kaffisamæti í dag bæði í tilefni af uppstigningardegi og baráttudegi verkalýðsins.