Georg Páll Skúlason, formaður Félags bókagerðamanna, sagði á baráttufundi verkalýðshreyfingarinnar á Ingólfstogi í dag að birtingarmyndir misskiptingarinnar í íslensku þjóðfélagi hafi birt með ýmsu móti að undanförnum m.a. í ofurlaunum forstjóra, þróun í skattamálum og lögum um eftirlaun embættismanna.
Sagði hann fall krónunnar vera stærri orsakavald í því ástandi sem nú ríki hér á landi en þróun, sem átt hafi sér stað í útlöndum, og svo oft sé vísað til. Þá sagði hann yfirvöld hafa skellt skollaeyrum við öllum viðvörunum og neitað að bregðast við fyrirsjáanlegum vanda sem vart hafi mátt ræða til þessa þar sem það hafi verið kallað að „tala niður krónuna". Spurði hann hvort ekki mætti alveg eins tala krónuna upp eins og niður.
Georg Páll sagði það að ekkert bóli á endurskoðun á eftirlaunum æðstu embættismanna bera vott um firringu ráðamanna og það hversu langt þeir séu komnir frá almenningi.