Meirihluti telur aðgerðir lögreglu gegn bílstjórum of harkalegar

Frá aðgerðunum á Suðurlandsvegi.
Frá aðgerðunum á Suðurlandsvegi. mbl.is/Júlíus

Meiri­hluti þjóðar­inn­ar, eða 63%, tel­ur að aðgerðir lög­reglu gegn at­vinnu­bíl­stjór­um á Suður­lands­vegi í síðustu viku, hafi verið of harka­leg­ar.

Þetta kom fram í Þjóðar­púlsi Gallup, sem sagt var frá í frétt­um Útvarps.

49% þeirra, sem tóku þátt í könn­un­inni, sögðust fylgj­andi mót­mæl­um bíl­stjóra, 34% voru and­víg þeim en 17% sögðust ekki hafa á því skoðun. Fylgi við mót­mæl­in var meira inna yngsta ald­urs­flokks­ins en minnst hjá þeim elsta. Þá voru karl­ar frek­ar fylgj­andi þeim en kon­ur.

90% aðspurðra sögðust telja skatt­lagn­ingu á eldsneyti of háa, um helm­ing­ur sagði skatt­lagn­ing­una allt of háa en 1% sagðist telja að hún mætti vera enn hærri. Um 60% sögðust telja lík­legt, að það dragi úr notk­un einka­bíla með hækk­andi eldsneytis­verði.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert