Nýrri bæjarstjórn mótmælt í Bolungarvík: Gengið gegn stjórn

Frá göngunni í gærkvöldi.
Frá göngunni í gærkvöldi.

Ylfa Mist Helgadóttir, íbúi í Bolungarvík, stóð fyrir mótmælagöngu í bænum kl. 18:30 í gærkvöld, frá húsi Soffíu Vagnsdóttur að húsi Gríms Atlasonar og að lokum að ráðhúsinu.

Vildi Ylfa með því mótmæla að „hægt sé að ganga framhjá gildum atkvæðum okkar kjósenda og splundra virkri bæjarstjórn“ á forsendum sem henni þykja „engan veginn skýrar né haldbærar sem rök“.

Fyrir gönguna sagði Ylfa að þótt hún gæti ekki metið hve stór gangan yrði væri ljóst að hún myndi ekki ganga ein. „Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér enda margir hérna reiðir,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert