Rólegt hefur verið hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þó hefur ein ölvunarakstur verið skráður á Laugavegi og sjö minniháttar umferðaróhöpp frá hádegi. Þá sagði varðstjóri lögreglu sem blaðamaður mbl.i ræddi við að vorið sé greinilega komið. Það megi m.a. sjá á útköllum vegna trampólínslysa og því að afskipti hafi verið höfð af mönnum sem voru við ólöglegar laxveiðar úr sjó á Naustabryggju.