Allir lögreglumenn fái rafstuðbyssu

Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu.
Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu. AP

29. þing Land­sam­bands lög­reglu­manna sem haldið var í Munaðarnesi um helg­ina krefst þess að öll­um lög­reglu­mönn­um verði út­vegað Taser-vald­beit­ing­ar­tæki sem allra fyrst. Um er að ræða rafstuðbyss­ur.

Í grein­ar­gerð með álykt­un þings­ins kem­ur fram að ólíðandi er að slysatíðni lög­reglu­manna á Íslandi sé meiri en geng­ur og ger­ist í ná­granna­lönd­un­um. Taser-vald­beit­ing­ar­tækið sé senni­lega mest rann­sakaða vald­beit­ing­ar­tækið sem notað er af lög­reglu í dag og því er ekki þörf á því, að mati þings­ins, að tefja málið með frek­ari skoðunum. Á meðan á þessu ferli standi slas­ist lög­reglu­menn við skyldu­störf sín nær dag­lega.

Þingið ályktaði einnig að nú þegar yrði farið í það að end­ur­skoða fjár­veit­ing­ar til lög­reglu­embætta í sam­ræmi við sanna fjárþörf embætt­anna.

Lög­reglu­menn séu sam­mála um að fjár­veit­ing­ar sem ætlaðar eru lög­reglu­embætt­un­um séu í engu sam­ræmi við þær skyld­ur sem á þau eru lagðar.

Minni fjár­heim­ild­ir en raun­veru­lega þarf til rekst­urs lög­reglu til að halda uppi viðun­andi þjón­ustu- og ör­ygg­is­stigi gagn­vart þegn­um lands­ins ógna ör­yggi borg­ar­anna og skapa falskt ör­yggi. Þá styður þingið bar­áttu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um fyr­ir leiðrétt­ingu á fjár­veit­ingu til þessa ann­ars stærsta lög­reglu­embætt­is lands­ins.

Þá er gerð krafa um að grunn­laun lög­reglu­manna verði hækkuð veru­lega og greitt verði sér­stakt álag fyr­ir auka­vinnu um helg­ar, næt­ur og sér­staka frí­daga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka