Bifhjólaslys í rannsókn

Hafin er rannsókn á tildrögum þess að bifhjólamaður lenti út af vegi eftir árekstur við bifreið við Vesturvör í Kópavogi um klukkan 20 í gærkvöldi.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu virðist vettvangsrannsókn sýna að ökumaður bifreiðarinnar hafi svínað fyrir bifhjólið með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar en ekki er talið að um alvarleg meiðsli hafi verið að ræða.

Lögreglan segir að nánari rannsókn muni leiða í ljós hvort ökumaður bifreiðarinnar hafi hugsanlega svínað fyrir bifhjólið viljandi eða atvikið hafi einungis átt sér stað með slysalegum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert