Einkarekin velferðarþjónusta óhagkvæmari

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, talaði sagði á fjölmennum fundi á Húsavík í gær að við undirritun kjarasamninga í vetur hefði mönnum verið ljóst að erfiðleikar væru í aðsigi en taldi að enginn hefði átt von á þeirri holskeflu sem riðið hefur yfir upp á síðkastið. Ingibjörg vék að umræðu um að taka upp evru, ýmist með eða án aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

„Það er ljóst að það verður að gera einhverjar róttækar ráðstafanir vegna gjaldmiðilsins en persónulega sé ég ekki að lausnin sé að hoppa inn í Evrópusambandið og taka upp evru, svona rétt sem snöggvast. Sterkur gjaldmiðill myndi breyta mörgu til hins betra en það eru fjölmörg vandamál sem evra og Evrópusambandsaðild myndu ekki leysa við þessar aðstæður,“ sagði Ingibjörg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert