Endurgerð fyrsta forsetabílsins lokið

Bíllinn var afhjúpaður eftir endurgerð árið 2004 en þá voru …
Bíllinn var afhjúpaður eftir endurgerð árið 2004 en þá voru 100 ár liðin frá komu fyrsta bílsins til Íslands. Sævar Pétursson, sem gerði bílinn upp, stendur við hann.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun á morgun taka á móti forsetabifreið Sveins Björnssonar, sem nýlega hefur verið endurgerð. Bifreiðin er af Packard-gerð, frá árinu 1942, og var fyrsta forsetabifreiðin, notuð á upphafsárum Sveins Björnssonar í embætti forseta Íslands.

Bíllinn var keyptur notaður frá Bandaríkjunum. Bíll sömu gerðar hafði verið gjöf Roosevelts forseta til Sveins Björnssonar en hann var um borð í Goðafossi þegar skipið var skotið í kaf í nóvember 1944.

Bifreiðin er eign Þjóðminjasafns Íslands en verður geymd á Bessastöðum og notuð og sýnd við sérstök tækifæri.

Bifreiðin verður sýnd á Bessastöðum klukkan 15 á morgun. Við það tækifæri mun jafnframt hópur félaga í Fornbílaklúbbi Íslands heimsækja Bessastaði á fornbílum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert