Guðfríður Lilja lætur af embætti forseta Skáksambandsins

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lætur af embætti forseta Skáksambands
Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fer á morgun. Guðfríður Lilja
hefur gegnt embættinu síðastliðin fjögur ár og er fyrsta og eina konan
sem það hefur gert, auk þess að hafa gegnt embætti forseta
Skáksambands Norðurlanda.

Í frétt frá Skáksambandinu kemur fram að búist er við spennandi kosningum um nýjan forseta Skáksambandsins, en tveir eru í framboði, Óttar Felix Hauksson og Björn Þorfinnsson. Þeir hafa báðir setið í stjórn Skáksambandsins undanfarin ár, Óttar Felix sem varaforseti og Björn sem gjaldkeri og almennur stjórnarmaður.

Aðalfundur Skáksambandsins fer fram á morgun laugardag 3. maí í
Skákhöllinni Faxafeni 12 og hefst klukkan 10:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert