Gullfaxi á Flugsafn Íslands í júní

Hafþór Hafsteinsson og stjórnendur fyrirtæksins Stewart Industries, sem keypti allan …
Hafþór Hafsteinsson og stjórnendur fyrirtæksins Stewart Industries, sem keypti allan Boeing 727 flota UPS pakkaflutningafyrirtækisins. Frá vinnstri; Hafþór, Harry Coffie aðstoðarforstjori, Tom Stewart forstjóri og Ray Ferreira framkvæmdastjóri. mbl.is/pétur p. johnson

Hafist var handa við að skera stjórnklefa Gullfaxa frá búk vélarinnar á flugvellinum í Roswell í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum í vikunni. Vonast er til að fá stjórnklefann til Akureyrar á Flugsafn Íslands í júnímánuði .

Boeing 727-108C, TF-FIE, eða betur þekkt sem Gullfaxi var fyrsta þota Íslendinga og kom hún til landsins í júní 1967. Gullfaxi var í notkun Flugfélags Íslands og síðan Flugleiða/Icelandair frá ársbyrjun 1985. 

Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður Avion Aircraft Trading, telur það afar mikilvægt fyrir íslenska flugsögu að geta sýnt þennan grip á Flugsafni Íslands.

„Við stóðum frammi fyrir því að vélin yrði brytjuð niður og því var mjög mikilvægt að reyna að bjarga einhverjum hluta af henni til þess að hafa á safninu fyrir norðan,“ sagði Hafþór í samtali við blaðamann á mbl.is.  Ásamt því að sýna stjórnklefann verður hægt að sjá ýmislegt annað í básnum sem tengist sögu vélarinnar, s.s. ljósmyndir, kvikmyndir, módel og fleira.  

Hafþór lítur þó á að Gullfaxi sé merkilegasti fundurinn. „Gullfaxi er svona táknmynd að því leytinu til að hún er fyrsta þotan. Hún er frumkvöðullinn,” sagði hann.  Hafþór telur að stjórnklefinn muni vekja lukku á safninu og segir hann verða mikilvægan hluta af safninu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka