Íslenska háfjallajeppamenningin í hættu?

Bandaríska viðskiptablaðið Wall Street Journal fjallar um óvenjulegar afleiðingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar í dag og segir að háfjallajeppamenning Íslendinga kunni að vera í hættu vegna þess að kostnaður við slíka skemmtun sé að verða illviðráðanlegur.

Marcus Walker, blaðamaður WSJ, segir, að það sem Íslendingar kalli jeppa séu í raun risastórir endurbyggðir pallbílar með fjórhjóladrifi og stálkeðjum sem geri mönnum kleift að aka upp á fjöll og jökla.

Efnahagsuppgangur undanfarinn ára og bandarísk neyslumenning hafi gert það að verkum að þúsundir Íslendinga hafi tekið upp þessa tómstundaiðju. Nú séu breyttir tímar og gengislækkun og hækkandi eldsneytisverð séu að ganga frá þessu sporti. 

Fjálglegar lýsingar eru í blaðinu á fjallaferðum Íslendinga og rætt við ýmsa þátttakendur.

Umfjöllun Wall Street Journal

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert