Íslenska háfjallajeppamenningin í hættu?

00:00
00:00

Banda­ríska viðskipta­blaðið Wall Street Journal fjall­ar um óvenju­leg­ar af­leiðing­ar alþjóðlegu fjár­málakrepp­unn­ar í dag og seg­ir að háfjallajeppa­menn­ing Íslend­inga kunni að vera í hættu vegna þess að kostnaður við slíka skemmt­un sé að verða ill­viðráðan­leg­ur.

Marcus Wal­ker, blaðamaður WSJ, seg­ir, að það sem Íslend­ing­ar kalli jeppa séu í raun risa­stór­ir end­ur­byggðir pall­bíl­ar með fjór­hjóla­drifi og stál­keðjum sem geri mönn­um kleift að aka upp á fjöll og jökla.

Efna­hags­upp­gang­ur und­an­far­inn ára og banda­rísk neyslu­menn­ing hafi gert það að verk­um að þúsund­ir Íslend­inga hafi tekið upp þessa tóm­stundaiðju. Nú séu breytt­ir tím­ar og geng­is­lækk­un og hækk­andi eldsneytis­verð séu að ganga frá þessu sporti. 

Fjálg­leg­ar lýs­ing­ar eru í blaðinu á fjalla­ferðum Íslend­inga og rætt við ýmsa þátt­tak­end­ur.

Um­fjöll­un Wall Street Journal

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert