Vorhreinsun í Reykjavík hefur gengið ljómandi vel að sögn Jóhanns Diego Arnórssonar, rekstrarstjóra hverfabækistöðvar Stórhöfða.
Jóhann segir magn af garðúrgangi vera mun meira en undanfarin ár og skýringin á því sé hugsanlega að tíðarfar hefur verið gott undanfarið og því hafi fólk drifið sig af stað við að hreinsa garða sína.